Um skjalaskrár

Skjalaskrár sem birtar eru á vef Þjóðskjalasafns eru byggðar upp samkvæmt alþjóðlegum staðli fyrir skjalasöfn sem nefnist ISAD(G) (General International Standard for Archival Description).

Enn sem komið er hafa ekki verið birtar skjalaskrár á vefnum yfir öll skjalasöfn sem varðveitt eru á Þjóðskjalasafni. Ástæðan er að enn á eftir að koma hluta eldri skjalaskráa yfir á rafrænt form og enn er hluti safnkostsins ófrágenginn og óskráður. Því er aðeins hluti af safnkosti Þjóðskjalasafns birtur í skjalaskrá safnsins. Stöðugt er unnið að því að bæta við skjalaskrám, bæði yfir ný skjalasöfn sem berast til varðveislu og eldri skjalasöfn, og stækkar skjalaskráin í viku hverri.

Upphafssíða|Pöntunarkarfaengar færslur|Innskráning|is en
SKJALASKRÁR