| Saga 5.2.2: | Arnljótur Ólafsson (1823-1904), prestur. Stúdent í Reykjavík 1851. Nam um tíma hagfræði í Kaupmannahöfn. Próf í Prestaskólanum 1863. Prestur að Bægisá 1863-1889 og að Sauðanesi 1889 til æviloka. Alþingismaður (með hléum) 1859-1901. Ritaði margt um stjórnmál og hagfræði. Arnljótur Davíðsson, Mánagötu 2, Reykjavík, afhenti Þjóðskjalasafni 16. apríl 1961. |