| Saga 5.2.2: | Ásgeir R. Helgason, múrari, fæddist á Ísafirði 6. mars 1935. Hann lést 3. febrúar 2011. Foreldrar hans voru Helga Ragnheiður Hjálmarsdóttir, f. 24. ágúst 1904, d. 27. apríl 1985, og Helgi Hólm Halldórsson, múrari, f. 12. júní 1897, d. 22. maí 1987. Ásgeir kvæntist Guðrúnu Jóhannsdóttur, f. 18. okt. 1938, þann 24. ágúst 1968.
Ásgeir var mikill náttúruunnandi, fuglaskoðari, ljósmyndari, grúskari. Hann hafði mikla ánægju af garðyrkju og dundaði löngum stundum í bílskúr sínum við útskurð, enda handlaginn með afbrigðum. Hann smíðaði húsgögn og innréttingar til heimilisins og fór það vel úr hendi. Hann var listfengur í fagi sínu, múrverki og hafði ánægju af að búa til eitt og annað úr ýmsu sem hann fann úti í náttúrunni. Vinnusamur, heiðarlegur og skilvís með afbrigðum. Hann fór oftar en ekki eigin leiðir í lífinu. (Mbl.is. Minningargrein, 14. febrúar 2011). |