Hægt er að panta skjöl á lestrarsal Þjóðskjalasafns. Það er gert með því að senda upplýsingar til Þjóðskjalasafns um þau skjöl sem óskað er eftir að fá til afnota. Til þess að skjalaverðir Þjóðskjalasafns geti afgreitt pöntun á lestrarsal þarf að senda upplýsingar um skjalasafnið og skjalamark í tölvupósti á upplysingar@skjalasafn.is. Skjalamark samanstendur af afhendingarári til Þjóðskjalasafns, öskjunúmeri og arkarnúmeri. Heiti skjalasafnsins og skjalamark er hægt að afrita með því að smella á viðkomandi tengil í skjalaskránni, dæmi:
Afritið/límið heiti skjalasafnsins og skjalamarkið í tölvupóst og sendið á upplysingar@skjalasafn.is ásamt nafni og kennitölu og hvenær þið óskið eftir að fá skjölin til afnota á lestrarsalinn. skjalaverðir þjóðskjalasafns munu svara um hvenær skjölin verða tilbúin á lestrarsalnum.
Um notkun skjala á lestrarsal gilda reglur fyrir gesti á lestrarsal þjóðskjalasafns íslands.